Flokkur: Smáprósar
-
Píka
Uppi á Hálsi ber við himinn margar vörður. Þær breytast í ljósaskiptunum í samanrekin tröll sem standa vörð um byggðina. Ein þeirra heitir Píka og stendur á landamerkjum. Ég lærði nafn hennar ungur en kom ekki að henni fyrr en ég var orðinn táningur. Þá var ég farinn að velta fyrir mér öðrum píkum sem…
-
Gildrugerði
Beitarhúsin á Gerði voru fjárhúsin þar sem faðir minn hafði sitt fé fyrst þegar ég man eftir mér. Þangað var röskur hálftíma gangur að heiman. Mér var sagt að afi hefði gengið þangað til gegninga húfulaus í hvaða veðri sem var. Faðir minn notaði vélsleða á veturna til að fara austur á Gerði og ég…
-
Græfur
Veiði er mér í blóð borin. Á heitum sumardögum hjólaði ég með veiðidótið mitt austur í Hallfreðarstaðablá og gekk meðfram Landamerkjaskurðinum út í Græfur. Þar átti ég mér ótal veiðistaði í læknum sem hafði grafið út djúpa hylji og hlykkjótan farveg gegnum mýrlendið löngu áður en skurðgröfur fóru þar um. Það leyndust mest urriðalontur í…
-
Hagholtsblá II
Furðulegur fugl þessi jaðrakan. „Vaddúdí, vaddúdí, vaddúdí,“ heyrist gegnum gæsagargið þar sem við vorum í eggjaleit í Hagholtsblánni. Pabbi rifjar upp sunnlenska þjóðsögu um mann sem kom að á og var að leita að vaði þegar hann heyrði rödd segja sér að vaða út í. Maðurinn öslaði út í ána en sökk upp að höndum…
-
Hagholtsblá I
Mýrlendið mikla utan og neðan við bæ, lagt bólstrum að vetri fyllist fuglasöng að vori. Hagholtsbláin með sínar lygnu tjarnir, stör í kerjum og lyngholt laðar að sér farfugla þegar frostið fer úr þúfnakollunum. Víðáttan er mikill fyrir æskusvein sem stekkur þúfu af þúfu svo að mýrarvatnið komist ekki inn um götin á gúmmístígvélunum. Pokinn…
-
Strýtur
Holt í mýrum hafa misjafna lögun. Sum eru flöt og grjótlaus á meðan önnur skaga hærra, krýnd vörðum eða stökum steinum. Hvert hefur sín sérkenni líkt og mannfólkið. Strýtur heitir eitt holtið sem ég lærði snemma að þekkja. Hallandi steinbrot standa upp úr því miðju líkt og tennur bergrisa. Áður en ég fæddist var búið…
-
Lest
Gamli vegurinn er enn greinilegur framan við túnið heima. Hann var hlaðinn upp úr mýrinni þegar akvegur var lagður á Bökkunum. Reiðgöturnar lágu annars staðar. Nokkrir stórir steinar og klettanibbur standa upp úr einum hól sem vegurinn liggur yfir. Þar heitir Lest. Í huga vaknar gömul spurn því að í minningunni fann ég engin líkindi…
-
Digruvarða
Digruvarðan rís hæst af öllum vörðunum fyrir framan og austan og ber í gróinn Hálsinn. Einhvern tíma hefur hún verið mikil um sig og borið höfuð og herðar yfir aðrar vörður. Þeir sem hlóðu hana forðum daga báru hellur og hentuga steina upp brattann. Nú hefur grjótið sótt heim aftur. Ég var samt smár við…
-
Engjahóll
Í minningunni ligg ég í móanum og hlusta á fuglana sem flögra um í grennd við Engjahólinn. Mamma er með berjatínu á lofti og fatan hennar hálffull af berjum. Litli dallurinn minn er enn galtómur en um berjabláar varir leikur bros. Mér finnst ég heyra ljáinn hans langafa skera engjagrös í fjarska.
-
Hvarf
Frá bænum heima liggja grónar götur að vörðu sem ber við himin. Hæðin sem varðan stendur á kallast Hvarf. Sá sem yfir hana fer er horfinn þeim sem stendur heima á hlaði. Þegar ég var lítill og rifrildi heima í bæ hljóp ég stundum yfir hæðina og lét mig hverfa í nokkra klukkutíma. En ég…