Ábúendur

Ábúendatal þetta er að stofni til unnið upp úr handskrifaðri samantekt eftir Magnús Eiríksson frá Geirastöðum sem hann vann samhliða niðjatali Sigbjörns Björnssonar og Vilborgar Stefánsdóttur. Handritið er varðveitt hjá Svandísi Skúladóttur. Við vinnslu þessa vefjar hefur verið aukið við upplýsingarnar og ítarlegri heimildir sóttar í Íslendingabók, Ættir Austfirðinga, kirkjubækur Kirkjubæjarsóknar og hreppsbækur Tunguhrepps. Einnig í Ábúendatal í Kirkjubæjarsókn 1703-1900 tekið saman af Eiríki Eiríkssyni frá Dagverðargerði.

1703–1724

Þórður Stefánsson (um 1653).
For.: Stefán Eyjólfsson, bóndi á Torfastöðum í Hlíð 1681.
Guðrún Hallsdóttir (um 1657).
For.: Hallur Benediktsson (um 1626).
Börn: Ingimundur (1687), bóndi á Litlabakka, Eiríkur (1689), Vigdís (um 1694).

1732–1752

Ingimundur Þórðarson (1687). Samkvæmt Ættum Austfirðinga er hann kominn í ómagadóm 1752 og „ekki í fjárvændum“. Hið sama er að segja um bróður hans Eirík þannig að líklega bjuggu þeir báðir á föðurleifð sinni, a.m.k. fram til 1752.

1753–1796

Jón Eiríksson yngri (1727–1796).
For.: Eiríkur Ketilsson, bóndi á Stórabakka og Guðrún Tómasdóttir.
Guðrún Guðmundsdóttir (1735–1809).
For.: Guðmundur Jónsson, bóndi á Hólum Norðfirði og Margrét Jónsdóttir.
Börn: Margrét (um 1768), húsfreyja á Hrafnabjörgum í Hlíð, Guðmundur (um 1771) bóndi Litlabakka og Hallfreðarstöðum, Guðrún (um 1774). Tveir Eiríkar dóu ungir og fleiri börn dóu í æsku.

1796–1816

Guðmundur Jónsson (um 1771-18??) síðar bóndi og eigandi Hallfreðarstaða.
Björg Runólfsdóttir
(1764-1829).
For.: Runólfur Magnússon, bóndi á Hrafnabjörgum í Hlíð og Herborg Jónsdóttir.
Börn: Runólfur, Guðrún, Margrét, Björg og Sigríður.

1816–1818

Halldór Jónsson (1756–1817), frá Vogum í Mývatnssveit, drukknaði í Kaldá 19. ágúst 1817.
For.: Jón Einarsson yngri, bóndi í Reykjahlíð og Björg Jónsdóttir.
Guðrún Þorsteinsdóttir (1753–1839).
For.: Þorsteinn Kolbeinsson, bóndi í Vogum, Mývatnssveit og Vigdís Brandsdóttir.
Börn: Björg, húsfreyja á Fossvöllum í Hlíð, Jón, bóndi á Hauksstöðum á Jökuldal.

Hermann í Firði kvað svo um Halldór þegar hann drukknaði: Halldór snilldar veldis völdum / vildi ei halda / Höldi gildum Kaldá kældi / kvöldaði snilld því aldan kældi.

Eiríkur Eiríksson frá Dagverðargerði: Slysfarir í Kirkjubæjarsókn 1574-1903. Múlaþing 23 hefti. 1996.

1818–1824

Guðrún Þorsteinsdóttir ekkja Halldórs(1793-1843) sat í dánarbúinu.

1824–1831

Jón Sigfússon (1793-1843), flutti síðar í Geirastaði og þaðan til Ameríku.
For.: Sigfús Sigfússon á Galtastöðum ytri og Helga Jónsdóttir.
K1. Ingibjörg Jónsdóttir (1790-1843).
For.: Jón Magnússon og Þuríður Sveinsdóttir á Bóndastöðum.
Börn: Helga, Jóhanna, Sigfús, Björn, Magnús, Katrín (dó ung).
K2. Soffía Árnadóttir (?)
For.: Árni Jónsson, bóndí í Gilsárvallahjáleigu og Guðný Pálsdóttir.

1828–1829

Páll Hjörleifsson (um 1793–1830).
For.: sr. Hjörleifur Þorsteinsson og madama, Bergljót Pálsdóttir. Lést ókvæntur og barnlaus.

1828–1859

Jón Jónsson (1793–1878). [Kom austur með Halldóri Jónssyni.]
For.: Jón Einarsson, bóndi á Hallbjarnarstöðum í Reykjadal og Sigríður Sturludóttir.
Þórunn Rustikusdóttir (1794–1858).
For.: Rustikus Björnsson, bóndi á Fossvöllum í Hlíð og Guðrún Jónsdóttir.
Börn: Rustikus (1817), síðast bóndi á Nesi í Loðmundarfirði, Sveinbjörn (um 1835), bóndi á Litlabakka, Helga (um 1826), húsfreyja á Litlabakka, Halldór (um 1830), bóndi á Litlabakka, Guðrún, húsfreyja á Stórabakka, Jón, bóndi í Hallfreðarstaðahjáleigu og á Hallgeirsstöðum

[Þau áttu 6,55 af 13,1 hundraði í jörðinni.]

Jón var sagður „grannvitur, spurull og auðtrúa“ en bjó dável.

(Ættir Austfirðinga 9572)

1834–1860

Jón Rustikusson yngri (1790–1862).
For.: Rustikus Björnsson, bóndi Fossvöllum í Hlíð og Guðrún Jónsdóttir.
K1. Guðfinna Árnadóttir (1792-1831).
For.: Árni Vilhjálmsson, bóndi á Hjartarstöðum og Málfríður Árnadóttir, systir Eiríks Árnasonar á Stórabakka.
Börn: Málfríður, húsfreyja á Litlabakka, en mörg börn dóu í æsku.
K2. Guðrún Eiríksdóttir (1798–1862).
For.: Eiríkur Oddsson, bóndi Þrándarstöðum í Eiðaþinghá 1801 og Arndís Guðmundsdóttir.
Börn: Þorfinnur, bóndi á Litlabakka.

Árin 1858-1876 er Litlibakki yfirleitt skráður 4 býli. Árið 1861 eru bændur skráðir: Jón Jónsson, Halldór Jónsson, Jón Rustikusson og Stefán Sigurðsson. Árið 1871 eru fimm skráðir bændur: Pétur Sigfússon, Halldór Jónsson, Guðmundur Sigurðsson, Þorfinnur Jónsson og Ásmundur Þorsteinsson. Allan þann tíma er þó aðeins búið í tveimur bæjarhúsum, Neðri- og Efribæ. Árið 1876 fluttu margar fjölskyldur frá Litlabakka til Vesturheims og búseta í Efribæ lagðist að mestu af. Stefán Sigurðsson og Málfríður Jónsdóttir komu þá aftur í Litlabakka og bjuggu á brekkubrúninni í Neðribæ.

Úr vitjunarbók prestsins á Kirkjubæ 1871 þegar 23 eru skráðir til heimilis á Litlabakka.

1858–1876

Halldór Jónsson (1830-1902). Fjórgiftur og flutti til Ameríku 1876 með fjórðu konunni.
For.: Jón Jónsson, bóndi á Litlabakka og Þórunn Rustikusdóttir.
K1. Margrét Sigfúsdóttir (1829–1857).
For.: Sigfús Einarsson, bóndi á Stórabakka og Vilborg Jónsdóttir
Barn: Þórunn (1855). Tvö börn dóu í æsku.
K2. Jóhanna Einarsdóttir (1833-1862).
For.: Einar Ásmundsson, bóndi á Geirólfsstöðum í Skriðdal og Guðrún Gunnlaugsdóttir.
K3. Gróa Þorsteinsdóttir (1834–1864).
For.: Þorsteinn (Kvæða-Þorsteinn) Þorsteinsson og Guðrún Guðmundsdóttir
K4. Sigurbjörg Jónsdóttir (1840-1913).
For.: Jón Guðmundsson, bóndi Berunesi
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
Börn: Margrét, Helga, Rustikus, Halldóra Petrína. Þrjú börn dóu ung.

1862–1873

Pétur Sigfússon (um 1833-1879). Bjó einnig á Gnýstöðum í Vopnafirði. Fór til Ameríku.
For.: Sigfús Einarsson, bóndi á Stórabakka og Vilborg Jónsdóttir.
Helga Jónsdóttir (um 1825).
For.: Jón Jónsson, bóndi á Litlabakka
og Þórunn Rustikusdóttir.
Börn: Ólafur og Ingibjörg. Rustikus Guðmundsson, bóndi í Blöndugerði [barn Helgu].

1864–1876

Ásmundur Þorsteinsson Brown (1842-1027). Var tökubarn á Litlabakka hjá Jóni Rustikussyni og Guðrúnu (1845). Hann flutti til Ameríku 1876 með fjölskylduna.
For.: Þorsteinn Runólfsson, bóndi á Fossvöllum og Solveig Rustikusdóttir.
Bergþóra Jónsdóttir (1937-1883).
For.: Jón Finnbogason bóndi á Arnhólsstöðum og Kristín Ísleifsdóttir.
Börn: Jónína, Þuríður (dó í æsku), Solveig, Kristín, Þorsteinn.

[Átti eða bjó á 3,55 af 13,1 hundraði 1875.]

1854–1861
1876–1889

Stefán Sigurðsson (1821–1894).
For.: Sigurður Jónsson, bóndi í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá og Oddný Bjarnadóttir.
Málfríður Jónsdóttir (1825–1886).
For.: Jón Rustikusson, bóndi á Litlabakka og Guðfinna Árnadóttir.
Börn: Guðfinna drukknaði í Jöklu 4. des. 1874, Signý dó úr taugaveiki 1887, Vilborg húsfreyja á Litlabakka. Árni Guðmundsson [sonur Málfríðar og Guðmundar Sigurðssonar vinnumanns], bóndi á Litlabakka og víðar.

[Þau byrjuðu með 3 af 13,1 hundraði í jörðinni 1876. En árið 1879 eru þau komin með alla hluti jarðarinnar.]

1860–1862

Jóhannes Magnússon (um 1801–1868). Bjó einnig á Hallgeirsstöðum og Hallfreðarstöðum.
For.: Magnús Jónsson, bóndi á Þorvaldsstöðum í Skriðdal og Surtsstöðum og Hallfríður Eiríksdóttir.
Guðrún Þorkelsdóttir (1797–1869).
For.: Þorkell Ólason, bóndi á Hallgeirsstöðum og Margrét Jónsdóttir.
Barn: Þorkell, bóndi á Litlabakka.

1862–1863

Þorkell Jóhannesson (1831–1863). Bjó einnig á Hallgeirsstöðum og Hrjóti.
For.: Jóhannes Magnússon, bóndi á Litlabakka og Guðrún Þorkelsdóttir.
Guðrún Björg Þórarinsdóttir (1833-1877).
For.: Þórarinn Einarsson frá Hrafnsgerði en bjó í Víðivallagerði og Guðlaug Kolbeinsdóttir frá Dölum.
Börn: Sigurður, bóndi á Galtastöðum fram og víðar, Þórarinn [Fór til Ameríku].

[Seinni maður Guðrúnar var Vigfús Jónsson frá Gunnhildargerði.]

1860–1874

Þorfinnur Jónsson (1838–1874). Varð úti á Vestdalsheiði 7. mars 1874.
For.: Jón Rustikusson yngri, bóndi á Litlabakka og Guðrún Eiríksdóttir.
Sigríður Pétursdóttir (1841-1916).
For.: Pétur Jónsson og Sólrún Andrésdóttir, húsfreyja í Bakkagerði í Hlíð. [Sigríður fór til Ameríku 1876 með tvö börn].
Börn: (Mörg börn dóu á fyrsta ári) Sigríður, Guðrún Málfríður, Sigbjörn [varð eftir á Litlabakka en fór til Ameríku upp úr 1890]

Þorfinnur átti einnig son með Ingveldi Pétursdóttur, Guðmund, síðar smið á Skriðuklaustri í Fljótsdal [sjá Ættir Austfirðinga 4953].

1874–1879

Ríkarður Þórólfsson (1829–1910), trésmiður bjó m.a. á Höfða á Völlum.
For.: Þórólfur Jónsson og Þórunn Ríkarðsdóttir Long.
K1. Guðný Eiríksdóttir (1824-1860)
For.: Eiríkur Guðmundsson, bóndi á Sléttu í Reyðarfirði og Sigríður Jónsdóttir.
Börn: Þórólfur, bóndi í Húsey. Mörg börn dóu á fyrsta ári.
K2. Guðrún Guðmundsdóttir (1830–1917)
For.: Guðmundur Magnússon, bóndi á Brimnesi við Fáskrúðsfjörð og Margrét Pétursdóttir.
Börn: Þórunn, húsfreyja á Höfn í Melasveit, Margrét, ljósmóðir á Fáskrúðsfirði, Ingigerður, húsfreyja í Litlu–Breiðuvík.

[Bjó á 3,55 af 13,1 í jörðinni.]

Margir álitu Ríkarð vera son séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað. Hann var furðu líkur Páli Ólafssyni skáldi bæði í sjón og á vöxt.

(Ættir Austfirðinga nr. 4052)

1875–1879

Sveinbjörn Jónsson (1826–1910).
For.: Jón Jónsson, bóndi á Litlabakka og Þórunn Rustikusdóttir.
Sigþrúður Þorsteinsdóttir (1832–1904), systir Ásmundar Þorsteinssonar.
For.: Þorsteinn Runólfsson, bóndi á Fossvöllum og Solveig Rustikusdóttir.

1877–1878

Björn Pálsson (1836-1900).
For.: Páll Sigurðsson bóndi í Gunnólfsvík og Oddný Tunisdóttir.
Sigþrúður Pétursdóttir (1837-1899).
For.: Pétur Jónsson og Helga Árnadóttir frá Húsey.
Börn: Guðrún húsfreyja Stórabakka, Jónína Sesselja húsfreyja Hallgeirsstöðum, Petrína Friðrika.

Bjó eitt ár á 3 af 13,1 hlutum Litlabakka.

1889–1914

Sigbjörn Björnsson (1853-1914).
For.: Björn Björnsson, vinnumaður en nokkur ár bóndi á Bólum hjá Bóndastöðum og Björg Sigurðardóttir frá Svínafelli (systir Stefáns bónda á Litlabakka).
Vilborg Stefánsdóttir (1865-1944).
For.: Stefán Sigurðsson, bóndi á Litlabakka og Málfríður Jónsdóttir.
Börn: Málfríður, Stefanía, húsfreyja í Blöndugerði, Björg, Björn og Skúli.

[Fengu fyrst 4,4 af jörðinni en 1892 er þeirra ábúðarhlutur kominn í 6,5 og 13,1 1895 en síðan minnkar það í 8,74 árið 1896 þegar Árni Guðmundsson kemur aftur. Að líkindum keyptu þau síðan hluta Árna í jörðinni 1904 þegar hann tapaði heilsunni.]

1895–1904

Árni Guðmundsson (1848-1912).
For: Málfríður Jónsdóttir, húsfreyja á Litlabakka, og Guðmundur Sigurðsson. Síðar bóndi í Brekkuseli (var lengst í húsmennsku á Litlabakka og átti tvö hundruð í jörðinni 1901).
K1. Guðbjörg Ásmundsdóttir (1859-1888), ráðskona var trúlofuð Árna þegar hún lést.
For: Ásmundur Jónsson bóndi í Dagverðargerði og Þorbjörg Oddsdóttir.
Börn: Halldór, bóndi í Brekkuseli.
K2. Sigríður Elísabet Stefánsdóttir (1874-1950)
For: Stefán bóndi í Kverkártungu á Langanesströnd og Anna Sigríður Jónsdóttir.
Börn: Málfríður, húsfreyja Giljum, Ingveldur, Guðmundur

[Fær 4,36 í jörðinni 1896 en var kominn þangað aftur 1895.]

1915-1944

Vilborg Stefánsdóttir (1865-1944), ekkja Sigbjörns ásamt börnum sínum: Málfríði, Stefaníu, Björgu, Birni og Skúla.

1944-1970

Skúli Sigbjörnsson (1903-1970).
For.: Sigbjörn Björnsson, bóndi á Litlabakka og Vilborg Stefánsdóttir.
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir (1905-1954).
For: Vilhjálmur Einarsson, bóndi á Þuríðarstöðum í Fljótsdal og Þórhildur Kristbjörg Eiríksdóttir.
Börn: Þórhildur Vilborg og Svandís.

1944-1981

Björn Sigbjörnsson (1900-1981).
For.: Sigbjörn Björnsson, bóndi á Litlabakka og Vilborg Stefánsdóttir.

1959-

Gunnar Aðólf Guttormsson (1929-2023).
For.: Guttormur Sigri Jónsson, bóndi í Svínafelli og Jóhanna Magnúsdóttir.
Svandís Skúladóttir (1938)
For: Skúli Sigbjörnsson, bóndi á Litlabakka og Ingibjörg Vilhjálmsdóttir.
Börn: Ingibjörg, Jóhann Guttormur og Skúli Björn.