Landslag æsku minnar

Eftir því sem árin líða leitar æskan tíðar á hugann. Húsið heima með drauginn Skottu sem vakti yfir mér. Jökulsáin með sinn þunga straum, seiðandi nið sem fylgdi manni til svefns á kyrrlátum kvöldum. Sjóndeildarhringurinn sem kringdi líf mitt; Hlíðarfjöllin í norðri með sín hvítu Smjörfjöll og Fjallarenda úti við Héraðsflóa; Dyrfjöll og Beinageit útverðir í Austurfjöllum sem hverfa bak við Hálsinn; Hvarf, Bláin og Hagholtið utan við bæ en Háaleiti, Heiðarendi og Hrafnabjörg þegar horft er inn eftir. Umhverfið varðað örnefnum sem lærðust í bernskuk og landslagið skráð í minningum, sögum forfeðranna, sögum mínum.

Kveikið á hljóðinu með því að smella á tannhjólið uppi í hægra horninu og virkja bæði ambient og narration.