Píka

Uppi á Hálsi ber við himinn margar vörður. Þær breytast í ljósaskiptunum í samanrekin tröll sem standa vörð um byggðina. Ein þeirra heitir Píka og stendur á landamerkjum. Ég lærði nafn hennar ungur en kom ekki að henni fyrr en ég var orðinn táningur. Þá var ég farinn að velta fyrir mér öðrum píkum sem ekki bar við himinn en birtust í dönskum blöðum sem bróðir minn geymdi undir rúmi. Um þær mátti minna ræða. En Píka var oft til umræðu, sérstaklega í smalamennskum á haustin. Þær Píkusögur voru af öðrum toga en þær sem tröllriðu samfélaginu síðar en gátu samt hitað bændum í hamsi.

Smáprósar

Leave a Reply

%d bloggers like this: