Flokkur: Smáprósar
-
Sláttulág
Landnámstún hétu þau í mínu ungdæmi en gengu undir spaugyrðinu Horvörn því að þeim var ætlað að forða Jökuldælingum frá sulti og seyru á kalárunum. Undir þessi tún fóru nokkur örnefni og eitt þeirra var Sláttulág. Hún mun hafa verið fremst í landinu heima áður fyrr en svo datt einhverjum í hug að færa landamerkjavörðu…
-
Hólhústún
Bróðir minn keypti sér skellinöðru um fermingu enda enginn strákur í sveitinni maður með mönnum nema eiga slíkan grip. Hefðu þeir búið í þéttbýli hefði þetta þróast út í gengi en saklausir sveitapiltarnir létu sér nægja að þenja 50 kúbikka hjólin eftir malarvegunum og rótast í malargrúsum. Með allan minn vélaáhuga fannst mér bróðir minn…
-
Halakofi
Strax sem lítill snáði hafði ég ódrepandi áhuga á vélum. Ég fékk að sitja í fanginum á pabba og afabróður mínum á traktorum við heyskapinn og prófa að stýra. Það var erfitt fyrir lítinn pjakk því að á þessum tíma voru ekki komin vökvastýri. Það var auðveldara að skipta um gír þegar þeir sáu um…
-
Sigvarða
Hver varða á sitt heiti og af þeim þremur sem standa í beini röð út eftir Hálsinum er Sigvarða yst. Hún er rúnum rist og skófum þakin en búinn að missa fyrri reisn fyrir allnokkru. Jarðfastur steinn er í undirstöðu en hleðslan ofan á öll úr lagi gengin. Langt er síðan einvern hefur dyttað að…
-
Markmór
Rafgirðingin sem liggur eftir Markmónum hæfir vart gömlum landamerkjum bæja á milli hvar hún rekur sig frá Hæðum og niður að Læk. Trjáplönturnar sem Hrærekslækjarbóndinn hefur plantað í móann sín megin stinga líka í stúf við lággróður úthagans – það finnst bróður mínum allavegana. Annars er þetta mólendi ekkert merkilegra en annað og áður en…
-
Gamli Stekkur
Gamli Stekkur er ofan við Strýturnar og Svarðargrafirnar. Tættur stórar sem vitna um myndaRbúskap fyrr á öldum. Enginn veit hve gamall Gamli Stekkur er. Þar hefur enginn fornleifafræðingur lesið í öskulögin og fyrir hundrað árum var hann rústir einar, gróin saga. Hann stendur framan í stóru holti og vís mót suðri. Það er auðvelt að…
-
Veghóll
Upp af Döpum er lítill hóll og þar liggur gróin gata. Áður fyrr skiptust götur á þessum stað. Önnur lá heim á bæ yfir hólinn en hin út Bakka. Veghóllinn er ein af þessum smáhæðum sem skaga upp úr móum og mýrum í landinu heima, vart meira en harðvellisbunga. Ég hef stundum velt því fyrir…
-
Elftingarenni
Norðan í Hálsinum eru djúpar götur genginna alda. Þar reið Páll Ólafsson á Stjörnu sinni. Þar rann lestin sem flutti rekavið af Héraðssandi í kirkjuna á Jökuldal sem sökk í sögunni. Vegur frá seinni tímum er líka gróinn og lækjarsytrur hafa étið skörð í hann. Um þessar slóðir fyrir framan og austan fór ég aðeins…
-
Reiturinn
Ramfang og rifsberjarunnar mynda skjól fyrir kaldri norðanáttinni. Í minningunni sit ég og tíni í mig græn ber og hundasúrur. Horfi á gráa stálkrossana á leiðunum. Reiturinn er skjólsæll og gott að leita þangað með þungar hugsanir. Í honum hvíla afi og amma, langafi og langamma og fleiri ættmenni. Þegar ég var lítill bannaði mamma…
-
Systramelur
Austan á Hálsinum eru mörg smáholt. Sum þeirra eru nafnlaus en öðrum fylgir mikil saga. Systramelur lætur lítið yfir sér en austan undir honum safnast snjór í norðanveðrum. Sagan segir að þar hafi orðið úti tvær systur sem voru á ferð milli bæja en hrepptu byl. Sumir segja að það sé reimt við Systramelur þó…