Systramelur

Austan á Hálsinum eru mörg smáholt. Sum þeirra eru nafnlaus en öðrum fylgir mikil saga. Systramelur lætur lítið yfir sér en austan undir honum safnast snjór í norðanveðrum. Sagan segir að þar hafi orðið úti tvær systur sem voru á ferð milli bæja en hrepptu byl. Sumir segja að það sé reimt við Systramelur þó að ég hafi aldrei fundið fyrir því. En ég man eftir að þarna fennti fé því að á sumrin lágu þar skinin bein. Eitt árið drápust þar fjárhrútar í norðanáhlaupi snemma hausts. Vorið eftir hirtum við höfuðkúpurnar með voldugum hornum til minningar um bekrana. Pabbi bölvaði yfir missinum enda hafði hann orðið að notast við lambhrúta til að hleypa á féð og afraksturinn eftir því um vorið.

Smáprósar

Leave a Reply

%d bloggers like this: