Hall

Einbúinn stendur í Hallinu sem teygir sig inn fyrir girðingu. Niðri á Halli er gamalt hlið með trégrindum. Ég var vanur að klifra yfir grindurnar á leið minni út í Blá í eggjaleit. Það var eitthvað sögulegt við þetta hlið þar sem að því lágu götur genginna alda. Hliðstaurarnir skakkir og snúinn vír á milli þeirra til að halda þeim saman. Við opnuðum það ekki oft en þó kom fyrir að ég fór í gegnum það á skellinöðrunni og þurfti þá að beygja mig undir vírinn.

Smáprósar

Leave a Reply

%d bloggers like this: