Gamli Stekkur

Gamli Stekkur er ofan við Strýturnar og Svarðargrafirnar. Tættur stórar sem vitna um myndaRbúskap fyrr á öldum. Enginn veit hve gamall Gamli Stekkur er. Þar hefur enginn fornleifafræðingur lesið í öskulögin og fyrir hundrað árum var hann rústir einar, gróin saga. Hann stendur framan í stóru holti og vís mót suðri. Það er auðvelt að ímynda sér hvernig vorsólin hefur brætt snjóinn af þökum fjárhúsanna og lömbin hafa legið flöt í geislum hennar. Í mótsögn við það er holtið næst fyrir framan, Fjárdrápsholt. Þar fundust enn bein á tuttugstu öld.

Smáprósar