Flokkur: Smáprósar
-
Kistusteinn
Á hólnum við brunninn heima stendur stór steinn. Hann er reglulegur í laginu, ekki ósvipaður stórri kistu. Við mamma gengum stundum að honum meðan ég var skrefstuttur í blárri peysu og með hvíta húfu sem var bundin niður fyrir eyru. Ferðalagið frá húsinu að steininum var sem ferð á heimsenda. En þegar mamma hjálpaði mér…
-
Hagholt
Hagholt heitir rismikil hæð í landinu heima. Að hluta er hún klettar og malarkambur ísaldar en að hluta vel gróin. Jökulsáin girðir hana af á aðra hlið en Bláarmegin við hana er gamall, siginn torfgarður sem vitnar um notkun holtsins sem haga fyrr á tíð. Örfáir birkirunnar eru enn austan í holtinu sem hefur verið…
-
Döp II
Ég las ógrynnin öll af hetjusögum og ævintýrabókum sem barn. Ein afleiðing þess var sterk löngun til að smíða fleka líkt og þeir Tommi og Stikilsberja-Finnur sigldu á í Suðurríkjunum. Eftir að hafa viðað að mér efni og fengið stóra bróður til að flytja það inn að Döpum hófst ég handa við smíðina. Efniviðurinn var…
-
Döp I
Döp er skrýtið nafn á tjörn sem stundum þornar upp á sumrin. Má vera að hún hafi verið notuð til að skíra fólk í til forna og nafnið sé dregið af germanska orðinu „dop“. Við stunduðum niðurdýfingar og syntum í henni á góðum sumardögum þegar sólin hafði velgt vatnið. Gættum þess þó að koma ekki…
-
Jökulsá III
Við tíndum draslið upp á heyvagninn í vorblíðunni. Stöfluðum þar rusli síðasta vetrar. Á vagninn fóru bíldekk, fúaspýtur, tómar flöskur, pappakassar, pokar fullir af sorpi, lömb sem drápust við burð og rollur sem lifðu ekki af veturinn. Öllu var dröslað upp á vagninn og síðan ekið inn Framtúnið og gamla veginn að háum bakka þar…
-
Jökulsá II
Þegar þú ert tíu ára og skotinn í stelpu er ægilegt að hafa jökulfljót sem hindrun milli bæja. Þú hérna megin en hún hinum megin. Ég sá hana á hverjum degi í skólanum yfir veturinn en þetta var verra á sumrin. Þá fór ég stundum niður á gamla Stekk. Ég hafði heyrt af hörkutólum í…
-
Jökla I
Ég fór um allt á vélsleða sem unglingur, hvort heldur upp í Háls eða út á Jökulsá. Ég gáði vel að mér því að áin er hættuleg. Þegar blánaði undan beltinu var vissara að gefa inn og herða för til að fljóta yfir krapann. Á slíkum stundum varð mér hugsað til frænku minnar litlu sem…
-
Smjörfjöll
Mig dreymdi sama drauminn trekk í trekk í æsku. Mig dreymdi að stór farþegaflugvél brotlenti skammt frá bænum og við björguðum fólki úr brennandi flakinu. Hrafnager hnitaði hringi yfir okkur á meðan við fluttum veinandi farþega inn í gömlu fjárhúsin, lögðum þá í garðana og á þurrt taðið í krónum. Björgunarliðið var lengi á leiðinni…
-
Gvendarbrunnur
Í túninu heima er Gvendarbrunnur. Hvort Guðmundur góði kom þar við með allt sitt ölmusulið fyrir 800 árum veit enginn fyrir víst. En vatnið í brunninum er betra en annað vatn sem ég hef smakkað. Og í minni fjölskyldu erum við öll skírð upp úr Gvendarbrunnarvatni. Prestarnir eru samt vanir að gera alltaf krossmark yfir…