Jökla I

Ég fór um allt á vélsleða sem unglingur, hvort heldur upp í Háls eða út á Jökulsá. Ég gáði vel að mér því að áin er hættuleg. Þegar blánaði undan beltinu var vissara að gefa inn og herða för til að fljóta yfir krapann. Á slíkum stundum varð mér hugsað til frænku minnar litlu sem áin tók í faðm sinn forðum og Páll Ólafsson orti falleg eftirmæli um. Myndi einhver yrkja um mig ef að bensínstífla stöðvaði sleðann yfir straumnum? En Jökla náði mér aldrei svo að enn hefur ekki reynt á eftirmælin.

Smáprósar

Discover more from Litlibakki

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading