Gvendarbrunnur
Í túninu heima er Gvendarbrunnur. Hvort Guðmundur góði kom þar við með allt sitt ölmusulið fyrir 800 árum veit enginn fyrir víst. En vatnið í brunninum er betra en annað vatn sem ég hef smakkað. Og í minni fjölskyldu erum við öll skírð upp úr Gvendarbrunnarvatni. Prestarnir eru samt vanir að gera alltaf krossmark yfir kristalskálinni með vatninu og blessa það hver með sínu lagi – til öryggis.