Kistusteinn

Á hólnum við brunninn heima stendur stór steinn. Hann er reglulegur í laginu, ekki ósvipaður stórri kistu. Við mamma gengum stundum að honum meðan ég var skrefstuttur í blárri peysu og með hvíta húfu sem var bundin niður fyrir eyru. Ferðalagið frá húsinu að steininum var sem ferð á heimsenda. En þegar mamma hjálpaði mér að klífa Kistusteininn sá ég að heimurinn var stór, náði út á Hvarf og jafnvel lengra.

Smáprósar

Leave a Reply

%d bloggers like this: