Skeiðarenni
Utan frá Grænukeldu hækkar landið inn að Hálsi. Fyrstu brekkurnar kallast Skeiðarenni sem er harla undarlegt örnefni. Sem krakki hallaðist ég að því að þarna hefði einhver misst spón úr aski sínum og glatað silfurskeið. Ég sá fyrir mér að þetta hefði verið skeið eins og þau afi og systkini hans áttu úr ekta silfri með upphafsstöfum og fallegu blómamynstri. Svolítið skrýtnar í laginu þó, mjóar en djúpar og fullstórar fyrir minn munn. Það var ekki fyrr en seinna sem ég náði að tengja örnefnið við vörðuna Píku sem stendur ofan við brekkurnar, ofan við Skeiðarennið.