Skvompa
Skvompa var hún kölluð, niðurgrafna lænan sem losaði uppsprettu- og regnvatn mýrarinnar fram og niður af bænum út í Jöklu. Hluti hennar var mjög djúpur fyrir smáfólk og vatnið úr mýrinni hafði náð að brjóta sér bólstað í leirjarðveginn. En þetta vatn geymdi líf. Með því að leggjast á magann og gægjast niður í hyldýpið gat maður séð litla skugga. Fiska sem höfðu einhvern veginn náð að vaxa í læk sem oft þornaði á sumrin og taldist vart lengri en 20 metrar. Þarna syntu þeir og leituðu skjóls í skugga útfallsins sem að hluta var neðanjarðar. Hver uppruni þeirra var get ég enn í dag ekki svarað. Hallast að því að þetta hafi verið mýrarfiskar.