Grásteinsbali

Harðvellið niður við Jökulsá á sér ýmis nöfn. Eitt þeirra er neðst í Haganum og heitir þar Grásteinsbali. Steinninn er ekki stór en stakur og allt í kring er harður mór með fjalldrapa og grávíði í lautum. Einu sinni fann ég gæsahreiður í einni lautinni og færði björg í bú. Mamma sauð tvö egg handa pabba í morgunmat daginn eftir og spældi eitt handa mér. Bragðið var sterkara en af hænueggjum – Grásteinsbragð.

Smáprósar

Leave a Reply

%d bloggers like this: