Stekkjartjarnir

Niðri í Blánni blasa við tjarnir sem sjaldnast þorna þó að sumarið sé þurrt. Eins og á Döpunum verpa þar álftir en gæsir, endur og smærri fuglar nota tjarnirnar til baðferða. Þær eru nefndar eftir grónum rústum beitarhúsa sem stóðu norðan undir litlum kletti niðri við á. Við þessar tjarnir hef ég skoðað ótal hreiður,…

Read more Stekkjartjarnir

Hraun

Gullabúið systkina minna hlaut ég ungur í arf, verandi langyngstur. Það var fjarri bænum inni við Hraun í dálitlum grafningi sem leysingavatn hafði grafið. Þar voru gömul eldunartæki sem mátti nota fyrir eldavél, brotið leirtau og bogin hnífapör, stórt trékefli undan símavír sem borð og eitt og annað fleira góss. Á sumrin undum við okkur…

Read more Hraun

Melkofi

Fjárhúsin voru dreifð þegar ég fæddist. Öll þessi hús var hætt að nota þegar nýju bárujárnshúsin risu árið 1978. Torfkorfarnir viku fyrir járni og hvítu einangrunarplasti. Ein gömlu húsanna stóðu uppi á mel um 300 m frá bænum. Það var Melkofinn. Gemlingarnir voru geymdir í Melkofanum og fengu að liggja við opið. Þeir höfðu meira…

Read more Melkofi

Kýrvarða

Örnefnafræðingur Íslands kom í heimsókn eitt sumarið og spurði pabba út í örnefni í landinu okkar. Hann var sérstaklega áhugasamur um og Kýrvörðu. Þessi maður var þekktur fyrir þá kenningu að öll örnefni ættu rót sína í landslaginu en væru ekki dregin af manna- eða dýraheitum. Af hlaðinu heima benti hann yfir ána á Hallgeirsstaði…

Read more Kýrvarða

Geirstaðir

Beitarhúsin á Geirstöðum voru löngu komin úr notkun þegar ég fæddist. Enda langur gangur að heiman og þangað út eftir. Kindagöturnar voru samt greinilegar og veggjarbrotin afmörkuðu krær, garða og hlöðu. Fólkið á bænum hinum megin við ána sagðist stundum enn sjá ljós á vetrarnóttum á beitarhúsunum. Villuljós sem í norðanhríð gat afvegaleitt þá sem…

Read more Geirstaðir

Geirsteinn

Langt fyrir utan Hvarf er stór steinn sem heitir Geirsteinn. Að honum kom ég vor og haust. Á vorin kjagaði ég að steininum með stóra gamla bakpokann hans pabba sem var með járngrind og góður til að rúma allt að 100 gæsaregg. Pokinn var farinn að síga í eftir að ég hafði gengið út holtin…

Read more Geirsteinn

Grásteinsbali

Harðvellið niður við Jökulsá á sér ýmis nöfn. Eitt þeirra er neðst í Haganum og heitir þar Grásteinsbali. Steinninn er ekki stór en stakur og allt í kring er harður mór með fjalldrapa og grávíði í lautum. Einu sinni fann ég gæsahreiður í einni lautinni og færði björg í bú. Mamma sauð tvö egg handa…

Read more Grásteinsbali

Forvaði

Nafnið bendir til þess að áður fyrr hafi Jökulsáin fallið þétt að klettunum og þjóðleiðin legið fyrir neðan hamrana. Enn mótar fyrir grónum götum fyrri alda hvar þær koma að sendnum bökkum sem brotnar úr ár frá ári. Hamrarnir eru háir á kafla og uppi í þeim á hrafninn sér hreiður. Þeim laupum steypir enginn…

Read more Forvaði

Sandhæðir

Gamli vegurinn út í sveitina lá á Bökkunum. Veginum var ekki ýtt upp úr landinu eins og síðar tíðkaðist heldur ruddu fyrstu jarðýturnar sér leið gegnum gróið land og bjuggu til slétta slóð í sendna árbakkanna og malarhjalla frá ísöld. Í æsku minni var löngu hætt að nota þennan veg neðan við bæinn fyrir almenna…

Read more Sandhæðir

Fremra Mótún

Ég man vel þegar við pabbi brutum land til að stækka Fremra Mótúnið á stóru jarðýtunni hans, gamla rauða Rollsinum. Stór steinn kom upp úr jörðinni, neðanjarðarálfahöll. Sennilega var eitthvert líf í steininum því að Þrándur gamli varð allt í einu galinn og stökk geltandi upp á jarðýtubeltið svo að pabbi varð að stöðva ýtuna.…

Read more Fremra Mótún