Hall

Einbúinn stendur í Hallinu sem teygir sig inn fyrir girðingu. Niðri á Halli er gamalt hlið með trégrindum. Ég var vanur að klifra yfir grindurnar á leið minni út í Blá í eggjaleit. Það var eitthvað sögulegt við þetta hlið þar sem að því lágu götur genginna alda. Hliðstaurarnir skakkir og snúinn vír á milli…

Read more Hall

Einbúi

Tvær skörðóttar klettanibbur sem skaga upp úr mýrarhalli neðan við Steinana eru kallaðar Einbúi. Sem barn tengdi ég heitið við einbúana í sveitinni. Einsetukarlana sem komu stundum og fengu lánaðar lestrarfélagsbækur. Eftir að hafa litið í hillurnar í svefnherbergjunum uppi og valið sér bækur var þeim boðið kaffi í eldhúsinu. Þeir klöppuðu mér oft á…

Read more Einbúi

Steinarnir

Steinarnir tveir út undir Hvarfi láta lítið yfir sér á mörkum mýrar og móa. Úr fjarlægð rís Stóri steinn upp úr grónu landinu eins og hnúi. Hann er meira en mannhæðarhár þegar maður kemur að honum. Og í kringum hann er gróðurinn troðinn af kindunum sem leita skjóls við hann fyrir sól, vindi og regni.…

Read more Steinarnir

Guðmundarholt

Hver var hann þessi Guðmundur sem holtið heitir eftir? Það er beint út af bænum heima og gamli túngarðurinn er rétt fyrir utan það. Sprettan á þessum túnbleðli góð hvert sumar því að ofan við það er mýri sem aldrei þornar. Er sagan um að Guðmundur nokkur hafi orðið þarna úti sönn? Eða var það…

Read more Guðmundarholt

Melar

Út’ og uppi á Melum söfnuðum við gömlum heyvinnutækjum, bílum og öðru skrani sem gekk úr sér. Út’ og uppi var ævintýraland æsku minnar og miðpunkturinn var virki sem við byggðum milli stórra steina og nýttum í það gamlar blæjur af Rússajeppa ásamt fleira góssi. Efnivið í ótal byssur var að finna í haugum af…

Read more Melar

Fjóshlaðan

Ætli rottur séu ekki þau dýr sem flestir hafa viðbjóð á? Þegar ég var kornabarn var rottufaraldur í sveitinni. Sumir sögðu að þær hefðu komið frá sláturhúsinu í næstu sveit, hinum megin við ána. Sagt var að dökkar breiður af þeim hefðu sótt að næstu bæjum þegar þær voru búnar með allan innmatinn úr vambagryfjunum.…

Read more Fjóshlaðan

Ytra-Mótún

Frelsi æsku minnar ráði hámarki í því að hlaupa berfættur um nýslegið tún milli skáranna úr sláttuvélinni. Á döggvotu kvöldi eftir hlýjan dag var grænt teppið mjúkt en snögghært. Múganum var þeytt í loft upp og sofnað með grænar yljar eftir hlaup og ærsl að kvöldi. Pabbi fór aftur út þegar ég fór að sofa.…

Read more Ytra-Mótún

Skvompa

Skvompa var hún kölluð, niðurgrafna lænan sem losaði uppsprettu- og regnvatn mýrarinnar fram og niður af bænum út í Jöklu. Hluti hennar var mjög djúpur fyrir smáfólk og vatnið úr mýrinni hafði náð að brjóta sér bólstað í leirjarðveginn. En þetta vatn geymdi líf. Með því að leggjast á magann og gægjast niður í hyldýpið…

Read more Skvompa

Garðurinn

Forn torfgarður liggur þvert yfir landareignina frá Stekknum niðri við Jökulsá yfir hálsinn hjá Gildruvörðu og austur í Græfur gegnum Stóramó. Hann er víðast orðinn ógreinilegur en þeir staðir finnast þar sem bein lína sker mýrina. Garðurinn mun vera frá fyrstu öldum byggðar og trúlega hlaðinn af þrælum. Tilgangurinn með framkvæmdinni er á huldu en…

Read more Garðurinn

Gildruvarða

Kollóttur klettur með fægðan skalla prýddur vörðuleifum. Hér stóð Gildruvarðan. Hér komu forfeður mínir fyrir skollagildrum, reyndu að lokka rebba í steingildru svo að hann legðist ekki á féð. Örnefnið vakti hjá mér löngun til að smíða gildru og í Handbók bænda fann ég teikningu af felligildru þegar ég var fjórtán ára. Gildra var þríhyrnt…

Read more Gildruvarða