Reiðhóll

Gamla gatan inn með Stórabakkahálsi er vel sýnilega enn í dag. Sumstaðar sem vegslóði, annars staðar sem hestagata. Rétt við Elftingarennið er hóll við grónar göturnar sem kallast Reiðhóll. Nokkru innar í landi Stórabakka er svipaður hóll sem heitir Kollóttimelur. Það er ólíku saman að jafna heitunum á þessum tveimur mishæðum. Og þó að pabbi…

Read more Reiðhóll

Lauflágarbrekka

Landið heima er skógi skroppið. Norðvestan garrinn og dalgolan hafa séð fyrir þeim hríslum sem lifðu af vetrarbeitina. Örfáar kræklóttar birkihríslur standa norðan á hálsinum rétt hjá landamerkjum við Hrærekslækinn innan við Þrívörður. Þær eru nógu háar til að kindurnar ná ekki að éta af þeim allt laufið. Austan á hálsinum finnst ekkert nema víðir…

Read more Lauflágarbrekka

Fitin

Bærinn heima stendur á brekkubrún. Neðan við brekkuna er flatlendi með mýrgresi og þar eru bæði gamlir handgrafnir skurðir og yngri vélgrafnir. Þessi flati er kallaður Fitin. Sennilega vegna þess að áður en byrjað var að ræsa fram voru þarna skörp mörk mýrarinnar og brekkunnar.  Það eimir enn eftir af þessum bakka yst í Fitinni…

Read more Fitin

Flatiklettur

Einu sinni sem oftar var ég í gæsareggjaleit út með Hálsi. Ég var á leiðinni heim og blái nælonbakpokinn orðinn þungur auk þess sem úlpuvasanir voru líka úttroðnir af eggjum. Þetta var fermingarvorið mitt svo að ég þurfti að tína meira en vanalega í allar kökurnar sem mamma ætlaði að baka fyrir veisluna mína. Þegar…

Read more Flatiklettur

Upptúnið

Ég varð þeirri stund fegin þegar baggabyltingin hóf innreið sína í sveitina. Þá hurfu sáturnar og baggavagninn tók við. Verst að baggarnir voru svo þungir að ég gat vart lyft þeim. En með hverju árinu óx mér ásmegin og ég fór að geta loftað þeim, nema helvítis arfaböggunum. Þeir voru þungir sem blý og gátu…

Read more Upptúnið

Framtúnið

Það stendur yfir heyskapur. Heyinu hefur verið ýtt í sátur með gamla Ferguson eftir að hafa verið rakað saman í garða. Heysáturnar eru eins og risavaxnar þúfur á Framtúninu og freistandi fyrir litla snáða að príla upp á þær. Skemmtilegast af öllu er samt að fá að sitja uppi á sátunni meðan hún er dregin…

Read more Framtúnið

Gamlibrunnur

Ég man eftir tréhlera með skófum sem átti að varna því að skepnum og börn færu sér að voða í Gamlabrunni. Hlerinn var orðinn fúinn þegar ég komst á legg og mamma minnti mig oft á að passa mig á brunninum. Hann var mitt í miklu þýfi framan og neðan við bæinn heima. Brunnurinn lét…

Read more Gamlibrunnur

Stjörnukofi

Sum örnefni eru að eilífu glötuð, önnur bara til á blaði. Ekkert sem vitnar um þau lengur. Landslagi fortíðar hefur víða verið umturnað með stórvirkum vélum. Flatneskja og fóðurlendur kæfa söguna og handverk forfeðranna. Þegar ég horfi úr flugvél yfir akrana sem teygja sig óslitnir yfir sveitir meginlands Evrópu eða Bretland hugsa ég oft um…

Read more Stjörnukofi

Skeiðarenni

Utan frá Grænukeldu hækkar landið inn að Hálsi. Fyrstu brekkurnar kallast Skeiðarenni sem er harla undarlegt örnefni. Sem krakki hallaðist ég að því að þarna hefði einhver misst spón úr aski sínum og glatað silfurskeið. Ég sá fyrir mér að þetta hefði verið skeið eins og þau afi og systkini hans áttu úr ekta silfri…

Read more Skeiðarenni

Lækjardalur

Stærð er afstæð og Lækjardalur er ágætt dæmi um það. Í fyrsta sinn sem ég kom á þennan austasta hluta heimalandsins þótti mér lítið til koma. Þessi lægð var tilkomuminni en sundin í Hrærekslækjaröxlunum. Og lækurinn var bara einhver mýrarvilpra sem hafði grafið sig gegnum jarðveginn og myndað niðurföll sem voru hættuleg fyrir reiðmenn og…

Read more Lækjardalur